PAOK í umspil Meistaradeildarinnar

Sverrir Ingi Ingason og liðsfélgar hans í PAOK nálgast riðlakeppni …
Sverrir Ingi Ingason og liðsfélgar hans í PAOK nálgast riðlakeppni Meistaradeildarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður gríska knattspynufélagsins PAOK, var í byrjunarliði gríska liðsins þegar það fékk Benfica í heimsókn í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar á Toumba-völlinn í Grikklandi í kvöld.

Leiknum lauk með 2:1-sigri PAOK en Sverrir Ingi lék allan leikinn hægra megin í þriggja manna varnarlínu gríska liðsins.

Dimitrios Giannoulis og Andrija Zivkovic skoruðu mörk PAOK um miðjan síðari hálfleikinn áður en Rafa Silva minnkaði muninn fyrir Benfica í uppbótartíma.

PAOK er því komið áfram í umspil um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þar mætir PAOK Krasnodar frá Rússlandi. 

Leikirnir fara fram dagana 22.-23. september og 29.-30. september næstkomandi en ólíkt því sem verið hefur vegna kórónuveirufaraldursins verða tveir leikir, heima og ytra eins og tíðkast hefur í undankeppni Meistaradeildarinnar undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert