Stórliðið styður við bakið á Neymar

Neymar er lengst til vinstri og Alvara Gonzalez lengst til …
Neymar er lengst til vinstri og Alvara Gonzalez lengst til hægri á myndinni. AFP

París St. Germain lýsir yfir fullum stuðningi við leikmann liðsins, Neymar, sem segist hafa orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði af hendi Alvaros Gonzalez, leikmanns Marseille. 

Frönsku meistararnir mættu Marseille í frönsku deildinni á dögunum og þar sauð upp úr. Í framhaldinu greindi Neymar frá upplifun sinni af samskiptunum við Gonzalez í fjölmiðlum. 

Sjálfur fékk Neymar brottvísun í leiknum fyrir að slá Gonzalez. 

PSG segir í yfirlýsingu að í knattspyrnu sé ekkert svigrúm fyrir kynþáttaníð. Ekki frekar en utan vallar. Félagið hlakkar til þess að sjá franska knattspyrnusambandið rannsaka málið. 

Marseille hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fullyrðir að Alvaro Gonzalez sé ekki rasisti. Það hafi hann sýnt allar götur frá því hann gekk til liðs við félagið. Það hafi samherjar hans einnig bent á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert