United snýr sér að Bale

Manchester United hefur áhuga á að fá Gareth Bale ef …
Manchester United hefur áhuga á að fá Gareth Bale ef félaginu tekst ekki að kaupa Jadon Sancho. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester United ætlar að snúa sér að Gareth Bale hjá Real Madrid takist félaginu ekki að semja við Borussia Dortmund um kaupverð á Jadon Sancho. 

Dortmund vill 110 milljónir punda fyrir Sancho sem er einn efnilegasti leikmaður heims, en United er ekki reiðubúið að greiða svo háa upphæð fyrir Englendinginn tvítuga. 

United og Sancho hafa þegar samið um kaup og kjör, en verr gengur hjá félögunum að semja sín á milli. Þrjár vikur eru eftir af félagaskiptaglugganum og gæti Sancho því enn endað hjá United. 

Takist það ekki ætlar United að snúa sér að Bale, sem er úti í kuldanum hjá Real Madrid. Vill enska félagið fá Bale að láni út tímabilið, en hann er ekki í náðinni hjá Zinedine Zidane. 

mbl.is