Amanda skoraði aftur í Danmörku

Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir. Ljósmynd/Nordsjælland

Hin 16 ára gamala Amanda Andradóttir var á skotskónum fyrir Nordsjælland þegar liðið heimsótti Damsö í 32-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 5:1-sigri Nordsjælland en Amanda, sem var í byrjunarliði danska liðsins og lék allan leikinn, skoraði fimmta mark Nordsjælland í síðari hálfleik.

Þetta var hennar annað mark fyrir félagið en hún skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í deildarleik gegn Thy ThistedQ í byrjun september.

mbl.is