Fer vel af stað í Danmörku

Jón Dagur Þorsteinsson og James Ward-Prowse í landsleik Íslands og …
Jón Dagur Þorsteinsson og James Ward-Prowse í landsleik Íslands og Englands fyrr í þessum mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í úrvalsliði dönsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu umferð deildarinnar sem lauk í gærkvöld en vefsíða deildarinnar hefur birt úrvalslið sitt.

Jón Dagur lék mjög vel og skoraði eitt marka AGF í sigri á Vejle, 4:2, í síðasta leik fyrstu umferðinnar í gærkvöld. Hann er að hefja sitt annað tímabil með Árósaliðinu.

mbl.is