Tottenham fær heimaleik - verkefni Íslendingaliða liggja fyrir

Harry Kane og félagar í Tottenham eiga góða möguleika á …
Harry Kane og félagar í Tottenham eiga góða möguleika á sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. AFP

Tottenham fær heimaleik í umspilinu fyrir sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta,  takist enska liðinu að sigra Shkëndija frá Makedóníu á útivelli í 3. umferð keppninnar í næstu viku.

Í hádeginu var dregið til umspilsins sem fram fer 1. október en þriðja umferðin er leikin á fimmtudaginn kemur, 24. september.

Íslendingaliðin sem leika í 3. umferð keppninnar (feitletruð) lentu á eftirfarandi stað í drættinum:

Hapoel Beer-Sheva eða Motherwell - Viktoria Plzen eða SönderjyskE
Rosenborg eða Alanyaspor - Mura eða PSV Eindhoven
Besiktas eða Rio Ave - AC Milan eða Bodö/Glimt
Köbenhavn eða Piast Gliwice - Rijeka eða Kolos Kovalivka
Malmö eða Lokomotiva Zagreb - Granada eða Lokomotive Tiblisi

CSKA Moskva, sem Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon leika með, AZ Alkmaar, sem Albert Guðmundsson leikur með, og Arsenal, sem Rúnar Alex Rúnarsson er á leið til, eru þegar komin með sæti í riðlakeppninni.

Þangað gætu líka  farið grísku liðin PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, og Olympiacos, lið Ögmundar Kristinssonar, ef þau tapa leikjum sínum í umspilinu um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert