Allt í öllu í sigri toppliðsins

Aron Sigurðarson skoraði tvö.
Aron Sigurðarson skoraði tvö. Ljósmynd/USG

Union Saint-Gilloise vann 3:2-sigur á Seraing í hörkuleik í belgísku B-deildinni í fótbolta. Aron Sigurðarson var allt í öllu hjá USG. 

Skoraði Aron tvö fyrstu mörkin, það fyrsta á 28. mínútu og það síðara aðeins fjórum mínútum síðar. Seraing tókst að jafna í 2:2 en sigurmarkið, sem var sjálfsmark, leit dagsins ljós á 71. mínútu. 

Aron og félagar eru í toppsæti deildarinnar með átta stig, einu stigi meira en Kolbeinn Þórðarson og félagar í Lommel. 

mbl.is