Hólmar snúinn aftur til Þránd­heims

Hólmar Örn Eyjólfsson er aftur orðinn leikmaður Rosenborg í Noregi.
Hólmar Örn Eyjólfsson er aftur orðinn leikmaður Rosenborg í Noregi. Ljósmynd/Rosenborg

Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, er snúinn aftur til norska félagsins Rosenborg en hann hefur leikið undanfarin þrjú tímabil með Levski Sofia í Búlgaríu. Félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í morgun.

Hólm­ar, 30 ára, lék með Rosen­borg frá 2014 til 2016 og vann norska meist­ara­titil­inn tvisvar með liðinu. Þránd­heimsliðið er nú í fjórða sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar þegar 17 um­ferðir af 30 hafa verið leikn­ar á þessu tíma­bili. Þá er Rosen­borg komið áfram í 3. um­ferð Evr­ópu­deild­ar­inn­ar en liðið vann Ventspils í Lett­landi 5:1 í fyrradag.

mbl.is