Innkoma Alfreðs gerði útslagið

Alfreð Finnbogason og félagar fara vel af stað.
Alfreð Finnbogason og félagar fara vel af stað. AFP

Alfreð Finnbogason og samherjar hans í Augsburg fara afar vel af stað í þýsku 1. deildinni í fótbolta á leiktíðinni en liðið vann 3:1-útisigur á Union Berlin í 1. umferðinni í dag. 

Alfreð byrjaði á varamannabekk Augsburg og kom inn á sem varamaður á 76. mínútu í stöðunni 1:1. Sex mínútum síðar kom Michael Gregoritsch Augsburg í 2:1 og André Hahn bætti við þriðja markinu á 89. mínútu og þar við sat. 

Byrjunin er kærkomin hjá Augsburg sem gekk illa undir lok síðustu leiktíðar og endaði að lokum í 15. sæti deildarinnar. Er Alfreð á sínu sjötta tímabili með Augsburg. 

mbl.is