Markalaust í fyrsta leik meistaranna

Svekktur Daniel Carvajal, leikmaður Real Madríd, eftir jafnteflið í kvöld.
Svekktur Daniel Carvajal, leikmaður Real Madríd, eftir jafnteflið í kvöld. AFP

Spænsku meistararnir í Real Madríd máttu sætta sig við að hefja titilvörnina á markalausu jafntefli gegn Real Sociedad á útivelli í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í kvöld.

Deildakeppnin hófst í síðustu viku en Madrídingar sátu hjá vegna þess að þeir tóku þátt í Meistaradeild Evrópu á seinni stigum keppninnar í síðasta mánuði og fengu því lengri tíma til að undirbúa sig fyrir nýtt keppnistímabil.

David Silva spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sociedad eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Manchester City í sumar en honum tókst þó ekki að skora eða leggja upp á liðsfélaga sína. Leikurinn fór sem fyrr segir, 0:0.

mbl.is