Kominn aftur til Juventus

Álvaro Morata í leik með Atlético Madrid.
Álvaro Morata í leik með Atlético Madrid. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Álvaro Morata er genginn til liðs við ítölsku meistarana Juventus í annað sinn en hann er nú kominn þangað í láni frá Atlético Madrid.

Morata, sem er 27 ára gamall framherji, lék með Juventus frá 2014 til 2016 og skoraði þá 15 mörk í 63 leikjum í A-deildinni. Hann hefur síðan leikið með Real Madrid, Chelsea og Atlético, en síðastnefnda félagið fékk hann lánaðan frá Chelsea í 18 mánuði, keypti hann í sumar fyrir rúmar 60 milljónir evra en hefur nú lánað hann til Ítalíu í eitt ár. Juventus hefur jafnframt kauprétt á honum að lánstímanum loknum.

mbl.is