Notuðu óskráðan leikmann og tapa leiknum

Amadou Diawara í leik Roma og Hellas Verona á laugardaginn. …
Amadou Diawara í leik Roma og Hellas Verona á laugardaginn. Hann var ekki skráður í leikmannahóp Roma en lék í 89 mínútur. AFP

Ítalska knattspyrnuliðinu Roma hefur verið refsað fyrir að nota óskráðan leikmann í fyrstu umferð A-deildarinnar í knattspyrnu þar í landi á laugardaginn og tapar honum þar með 0:3.

Roma mætti Hellas Roma í fyrstu umferðinni og liðin gerðu markalaust jafntefli. Í byrjunarliði Roma var Amadou Diawara, landsliðsmaður frá Gíneu, en í ljós kom að hann hafði ekki verið skráður á 25 manna lista sem skilað var inn til knattspyrnusambandsins, heldur var hann á skrá yfir leikmenn í liði félagsins 22 ára og yngri.

Samkvæmt Gazzetta Dello Sport er viðbúið að Roma áfrýji þessari niðurstöðu. Félagið var ekki með fullmannaðan 25 manna lista og mun væntanlega byggja vörn sína á því að um mistök hafi verið að ræða en þetta ekki gert með þeim ásetningi að fara framhjá reglum.

Þetta hefur gerst áður í deildinni. Sassuolo var úrskurðaður 0:3 ósigur gegn Pescara árið 2016 fyrir samskonar yfirsjón

mbl.is