Færður vegna veðurs

Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson, þjálfarar Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson, þjálfarar Keflavíkur. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leikur Vestra og Keflavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, hefur verið færður til föstudagsins 25. septembers en til stóð að leikurinn myndi fara fram laugardaginn 26. september.

Leikurinn er hluti af 18. umferð deildarinnar en hann fer fram á Olísvellinum á Ísafirði. Spáð er mikilli rigningu fyrir vestan á laugardaginn kemur og því var ákveðið að færa hann til föstudags vegna vallaraðstæðna.

Rigning setti stórt strik í leik leik Vestra og Leiknis frá Fáskrúðsfirði á sunnudaginn síðasta en þá mynduðust stórir pollar á vellinum á Ísafirði sem gerði leikmönnum erfitt um vik.

Keflavík er í harðri baráttu um sæti í efstu deild en liðið er með 34 stig í efsta sæti deildarinnar eftir sextán spilaða leiki. Vestri er í sjöunda sætinu með 26 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert