Di María fær þunga refsingu

Angel Di Maria
Angel Di Maria AFP

Argentínumaðurinn Angel Di Maria hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann af aganefnd franska knattspyrnusambandsins. 

Di Maria er settur í bann vegna hegðunar í leiknum gegn Marseille en í leiknum sauð gersamlega upp úr og fimm leikmenn voru reknir út af. Di Maria hrækti til að mynda í áttina að andstæðingi. 

Di Maria lék hins vegar allan leikinn og var ekki einn þeirra sem fékk rauða spjaldið en dómendur notuðust við myndbönd úr leiknum. 

mbl.is