Atlético staðfestir komu Suárez

Luis Suárez er orðinn leikmaður Atlético Madríd.
Luis Suárez er orðinn leikmaður Atlético Madríd. Ljósmynd/Atlético Madrid

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suárez er orðinn leikmaður Atlético Madrid. Kemur hann til félagsins eftir sex ára veru hjá Barcelona. Atlético greiðir sex milljónir evra fyrir leikmanninn.

Suárez átti eitt ár eftir af samningi sínum hjá Barcelona en hann var ekki inn í myndinni hjá Ronald Koeman knattspyrnustjóra Börsunga. 

Suárez er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn sögunnar hjá Barcelona með 198 mörk, en aðeins Lionel Messi og César hefur skorað fleiri mörk. Messi hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með brotthvarf Suárez, en Messi er orðinn þreyttur á stjórn félagsins.

„Þú hefðir átt að fá þá kveðju­stund sem þú átt­ir virki­lega skilið fyr­ir allt sem þú hef­ur gert fyr­ir þetta fé­lag. Í staðinn þá er þér sparkað í burtu en staðreynd­in er sú að það er ekk­ert sem kem­ur mér á óvart leng­ur,“ sagði Messi í kveðju til Úrúgvæans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert