Frá Inter Mílanó til Cagliari

Diego Godín (t.h) fagnar marki ásamt Nicolo Barella á síðustu …
Diego Godín (t.h) fagnar marki ásamt Nicolo Barella á síðustu leiktíð. AFP

Diego Godín er genginn til liðs við ítalska knattspyrnufélagið Cagliari en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gærkvöldi.

Godín skrifar undir þriggja ára samning við Cagliari en hann er 34 ára gamall miðvörður frá Úrúgvæ.

Godín kemur til Cagliari frá Inter Mílanó þar sem hann lék á síðustu leiktíð eftir að hafa eytt níu árum í herbúðum Atlético Madrid á Spáni.

Kaupverðið er talið vera í kringum 5 milljónir evra en Godín lék 36 leiki með Inter Mílanó í öllum keppnum á síðustu leiktíð.

Þá á hann að baki 135 landsleiki fyrir Úrúgvæ þar sem hann hefur skorað átta mörk en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2005.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert