Meistararnir mörðu sigur

Leikmenn Real fagna sigurmarkinu í kvöld.
Leikmenn Real fagna sigurmarkinu í kvöld. AFP

Spænsku meistararnir í Real Madríd unnu 3:2-sigur á Real Betis í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld í fjörugum leik.

Federico Valverde kom Madríd yfir á 14. mínútu en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum fyrir hálfleik. Aissa Mandi jafnaði metin og William Carvalho skoruðu á 35. og 37. mínútu og Real Betis komið í forystu.

Heimamenn urðu hins vegar fyrir því óláni að Emerson skoraði sjálfsmark á 48. mínútu til að jafna metin og kvöld hans versnaði svo til muna á 67. mínútu þegar hann fékk beint rautt spjald. Fyrirliðinn Sergio Ramos innsiglaði svo sigur Real Madríd með marki úr vítaspyrnu á 82. mínútu. Meistararnir eru því með fjögur stig eftir tvo leiki.

mbl.is