Landsliðskonan skoraði í stórsigri

Ingibjörg Sigurðardóttir í landsleik.
Ingibjörg Sigurðardóttir í landsleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingibjörg Sigurðardóttir landsliðsmiðvörður í knattspyrnu skoraði eitt marka Vålerenga í dag þegar lið hennar vann stórsigur á Klepp, 7:0, í norsku úrvalsdeildinni.

Ingibjörg kom Vålerenga í 4:0 á lokamínútu fyrri hálfleiks og þetta var hennar fjórða mark í deildinni í ár. 

Vålerenga er áfram á toppi deildarinnar og er komið með 31 stig en Lilleström er með 28 stig, Rosenborg 27 og Avaldsnes 25 í næstu sætum. Vålerenga á fjóra leiki eftir en keppinautarnir fimm leiki hver.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert