Rekinn eftir tvo leiki

David Wagner hefur verið látinn fara.
David Wagner hefur verið látinn fara. AFP

Þýska fyrstudeildarliðið Schalke hefur látið þjálfarann David Wagner taka poka sinn eftir aðeins tvo leiki á nýju tímabili en hann var ráðinn til liðsins í fyrra og skrifaði þá undir þriggja ára samning.

Schalke tapaði stórt í fyrstu umferðinni, 8:0 gegn Þýskalandsmeisturum Bayen München og svo aftur í gær, 3:1 gegn Werder Bremen. Wagner var áður stjóri Hudders­field í ensku úr­vals­deild­inni en rekinn í janúar í fyrra. Schalke er ekki búið að vinna í síðustu 18 deildarleikjum sínum.

mbl.is