Góð byrjun íslenska markvarðarins

Patrik Sigurður Gunnarsson í leik með 21-árs landsliðinu.
Patrik Sigurður Gunnarsson í leik með 21-árs landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, fór vel af stað með Viborg í dönsku B-deildinni um helgina en hann er kominn þangað sem lánsmaður frá Brentford á Englandi.

Viborg lagði Köge 3:0 á útivelli í fyrsta leik Patriks og hann kom talsvert við sögu eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.  Lagði upp fyrsta mark Viborg með gríðarlöngu útsparki og varði svo þrívegis vel í seinni hálfleiknum.

mbl.is