Lítið atvinnuöryggi í Þýskalandi

Achim Beierlorzer klappar eftir ósigur sinna manna í Mainz gegn …
Achim Beierlorzer klappar eftir ósigur sinna manna í Mainz gegn Stuttgart um helgina. Hann hefur nú verið rekinn. AFP

Þótt aðeins hafi verið leiknar tvær umferðir í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu, 1. deildinni þar í landi, er þegar búið að reka tvo knattspyrnustjóra.

Á sunnudaginn var David Wagner rekinn frá Schalke eftir tvo ósigra í tveimur fyrstu leikjum liðsins í deildinni, þar á meðal 8:0 gegn Bayern München.

Í dag tilkynnti Mainz síðan að Achim Beierlorzer væri orðinn atvinnulaus en Mainz er líka með tvo ósigra eftir tvær umferðir, gegn RB Leipzig og Stuttgart. 

Beierlorzer, sem er 52 ára gamall, var ráðinn til Mainz í nóvember á síðasta ári og entist því aðeins í tíu mánuði í starfi hjá félaginu.

Jan-Moritz Lichte hefur verið ráðinn í hans stað til loka þessa tímabils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert