Annar sigurinn hjá Real Madríd

Vinicius Junior skorar sigurmarkið framhjá Roberto Jimenez í kvöld.
Vinicius Junior skorar sigurmarkið framhjá Roberto Jimenez í kvöld. AFP

Spænsku meistararnir í Real Madrid fara ágætlega af stað í La Liga en liðið vann Real Valladolid í kvöld 1:0 í Madríd. 

Brasilíumaðurinn ungi Vinícius Júnior skoraði eina mark leiksins fyrir Real sem hefur unnið tvo leiki af þremur og gert eitt jafntefli. 

Liðin hafa leikið mismarga leiki því erkifjendurnir í Barcelona hafa bara spilað einn leik og unnu hann. Lið eins og Valencia og fleiri hafa leikið fjóra leiki. 

Atlético Madríd lék einnig í kvöld en náði einungis 0:0 jafntefli gegn Huesca á útivelli. Villarreal vann Deportivo Alavés 3:1 og Elche vann Eibar 1:0 á útivelli. 

mbl.is