Fjörugt hjá þýsku stórliðunum

Markvörðurinn snjalli, Manuel Neuer, tekur á móti bikarnum í kvöld.
Markvörðurinn snjalli, Manuel Neuer, tekur á móti bikarnum í kvöld. AFP

Bayern München sigraði í Meistarakeppninni í knattspyrnu í Þýskalandi í kvöld eftir fjörugan úrslitaleik gegn Borussia Dortmund. 

Ágætlega fer á því að Bayern liðið sé kallað meistarar meistaranna um þessar mundir því liðið varð þýskur meistari, þýskur bikarmeistari og Evrópumeistari árið 2020. 

Bayern komst í 2:0 með mörkum frá Corentin Tolisso og Thomasi Müller í fyrri hálfleik. Julian Brandt og Norðmaðurinn ungi Erling Braut Håland jöfnuðu hins vegar fyrir Dortmund 2:2. 

Joshua Kimmich skoraði sigurmarkið á 82. mínútu. 

Upphaf keppnistímabilsins hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir hjá Bayern því liðið fékk 4:1 skell gegn Hoffenheim í deildinni um síðustu helgi. Það var fyrsti ósigur liðsins í 32 deildaleikjum.

mbl.is