Frá Ajax til Barcelona

Sergino Dest skrifaði undir fimm ára samning við Barcelona.
Sergino Dest skrifaði undir fimm ára samning við Barcelona. Ljósmynd/Barcelona

Sergino Dest er genginn til liðs við knattspyrnulið Barcelona á Spáni en þetta staðfesti spænska félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Dest, sem er 19 ára gamall, er uppalinn hjá Ajax en hann á að baki þrjá landsleiki fyrir Bandaríkin. Hann skrifar undir fimm ára samning við Barcelona.

Kaupverðið er talið vera í kringum 21 milljón evra en fimm milljónir eru árangurstengdar og gætu bæst við kaupverðið síðarmeir.

Dest hefur verið eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu en Evrópumeistarar Bayern München höfðu mikinn áhuga á honum líka.

Ronald Koeman, nýráðinn knattspyrnustjóri Barcelona, lagði mikla áherslu á að fá Dest en hann reyndi einnig að sannfæra leikmanninn um að spila með hollenska landsliðinu áður en hann ákvað að spila fyrir Bandaríkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert