Gætu lent í riðli með Barcelona og Inter Mílanó

Englandsmeistarar Liverpool fögnuðu sigri í Meistaradeildinni árið 2019.
Englandsmeistarar Liverpool fögnuðu sigri í Meistaradeildinni árið 2019. AFP

Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í Genf í Sviss klukkan 15 í dag að íslenskum tíma.

Englandsmeistarar Liverpool eru eina enska liðið sem er í styrkleikaflokki eitt en Chelsea, Manchester City og Manchester United eru öll í styrkleikaflokki tvö.

Lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðla en þrátt fyrir að Liverpool sé í styrkleikaflokki eitt getur liðið lent í afar erfiðum riðli.

Matraðariðill Liverpool myndi innihalda bæði Barcelona, úr styrkleikaflokki tvö, og Inter Mílanó, úr styrkleikaflokki þrjú. Þá gæti Marseille einnig dregist í þennan riðil úr fjórða styrkleikaflokki.

Hin ensku liðin gætu einnig lent í mjög erfiðum riðlum en Bayern München, Sevilla, Real Madrid, Juventus, PSG, Zenit frá Pétursborg og Porto eru öll í styrkleikaflokki eitt.

Martraðariðill Manchester United gæti því innihaldið Real Madrid, Inter Mílanó og Marseille sem dæmi.

Íslendingaliðin Olympiacos og Midtjylland eru í þriðja og fjórða styrkleikaflokki en flokkarnir eru þannig skipaðir:

Fyrsti styrkleikaflokkur:

Bayern München, Þýskaland
Sevilla, Spánn
Real Madrid, Spán
Liverpool, England
Juventus, Ítalía
París SG, Frakkland
Zenit frá Pétursborg, Rússland
Porto, Portúgal

Annar styrkleikaflokkur:

Barcelona, Spánn
Atlético Madrid, Spánn
Manchester City, England
Manchester United, England
Shakhtar Donetsk, Úkraína
Borussia Dortmund, Þýskaland
Chelsea,England
Ajax, Holland

Þriðji styrkleikaflokkur:

Dynamo Kiev, Úkraína
Salzburg, Austurríki
RB Leipzig, Þýskaland
Inter Mílanó, Ítalía
Olympiacos, Grikkland
Lazio, Ítalía
Krasnodar, Rússland
Atalanta, Ítalía

Fjórði styrkleikaflokkur:

Lokomotiv Moskva, Rússland
Marseille, Frakkland
Club Brugge, Belgía
Borussia Mönchengladbach, Þýskaland
Istanbul Basaksehir, Tyrkland
Midtjylland, Danmörk
Rennes, Frakkland
Ferencváros, Ungverjaland

mbl.is