Lewandowski sá besti í Evrópu

Robert Lewandowski, knattspyrnumaður ársins í Evrópu.
Robert Lewandowski, knattspyrnumaður ársins í Evrópu. AFP

Pólski framherjinn Robert Lewandowski, leikmaður Bayern München, var útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu fyrir tímabilið 2019-20 í verðlaunahófi UEFA og Samtaka evrópskra íþróttafjölmiðla, ESM, í Sviss í dag.

Lewandowski varð á undan þeim Kevin De Bruyne, miðjumanni Manchester City, og Manuel Neuer, markverði Bayern München, en þeir urðu í öðru og þriðja sæti í kosningunni.

Lewandowski varð markakóngur Meistaradeildarinnar og þýsku 1. deildarinnar 2019-20 ásamt því að verða Evrópu- og Þýskalandsmeistari með Bayern München.

Hans-Dieter Flick, þjálfari Evrópu- og Þýskalandsmeistara Bayern München, varð fyrir valinu sem þjálfari ársins í Meistaradeild karla 2019-20 en niðurstaðan í því kjöri var tilkynnt rétt áður en knattspyrnumaður ársins var heiðraður.

Hans-Dieter Flick hefur náð mögnuðum árangri síðan hann tók við …
Hans-Dieter Flick hefur náð mögnuðum árangri síðan hann tók við liði Bayern fyrir tæplega ári síðan. AFP
mbl.is