Samherji Söru hreppti hnossið - flestir valdir frá Bayern og Lyon

Dzsenifer Marozsán var besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna.
Dzsenifer Marozsán var besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna. AFP

Evrópumeistarar Bayern München og Lyon voru í aðalhlutverkum í dag þegar bestu leikmenn í Meistaradeildum karla og kvenna í fótbolta voru heiðraðir í verðlaunahófi UEFA og Samtaka evrópskra íþróttafjölmiðla, ESM, í Sviss í dag.

Þrír leikmenn af fjórum í karlaflokki koma frá Bayern og þrír af fjórum í kvennaflokki frá Lyon.

Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði Íslands var í hópi þriggja miðjumanna sem komu til greina í kjörinu á besta miðjumanninum í Meistaradeild kvenna. Liðsfélagi hennar Dzsenifer Marozsán frá Þýskalandi varð fyrir valinu.

Bestu leikmenn í einstökum stöðum eru eftirtaldir - en á eftir verður tilkynnt hver urðu fyrir valinu sem besti knattspyrnumaður og besta knattspyrnukona Evrópu tímabilið 2019-20.

Þar koma til greina Kevin De Bruyne, Robert Lewandowski og Manuel Neuer hjá körlunum en Lucy Bronze, Pernille Harder og Wendie Renard hjá konunum.

Joshua Kimmich bakvörður Bayern München var valinn besti varnarmaður Meistaradeildarinnar.
Joshua Kimmich bakvörður Bayern München var valinn besti varnarmaður Meistaradeildarinnar. AFP


Bestu leikmennirnir í Meistaradeild karla:

Markvörður: Manuel Neuer, Bayern München
Varnarmaður: Joshua Kimmich, Bayern München
Miðjumaður: Kevin De Bruyne, Manchester City
Sóknarmaður: Robert Lewandowski, Bayern München

Bestu leikmennirnir í Meistaradeild kvenna:

Markvörður: Sarah Bouhaddi, Lyon
Varnarmaður: Wendie Renard, Lyon
Miðjumaður: Dzsenifer Marozsán, Lyon
Sóknarmaður: Pernille Harder, Wolfsburg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert