Mun nýr þjálfari koma Rúmenum á rétta braut?

Mirel Radoi tók við þjálfun rúmenska landsliðsins síðasta haust.
Mirel Radoi tók við þjálfun rúmenska landsliðsins síðasta haust. AFP

Lið Íslands og Rúmeníu eigast við á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í umspili um sæti á EM karla í knattspyrnu á næsta ári. Liðin eru í heldur ólíkri stöðu. Stutt er síðan Ísland náði sínum besta árangri í sögunni og keyrt hefur verið á sömu leikmönnum að mestu leyti í mörg ár. Rúmenar hafa á hinn bóginn verið í lægð í áratug eða svo og tóku þá ákvörðun að skipta um landsliðsþjálfara í aðdraganda umspilsins.

Eins og íþróttaunnendur þekkja átti leikurinn að fara fram í mars á þessu ári. Seint á síðasta ári gripu Rúmenar til þess ráðs að segja landsliðsþjálfaranum, Cosmin Contra, upp störfum og ráða í hans stað Mirel Matei Radoi. Er hann verðlaunaður fyrir afar góðan árangur með U21 árs lið Rúmeníu á umliðnum árum. Radoi þekkir landsliðsumhverfið vel því sjálfur lék hann 67 A-landsleiki fyrir Rúmeníu á árunum 2000-2010.

Rúmenska liðið varð fyrir blóðtöku á laugardaginn þegar fyrirliði liðsins og reyndasti leikmaður Rúmena, miðvörðurinn Vlad Chiriches, fór meiddur af velli í leik með félagsliði sínu, Sassuolo, gegn Crotone í ítölsku A-deildinni og verður ekki leikfær á fimmtudaginn.

Þegar litið er yfir hópinn hjá Rúmeníu er ólíku saman að jafna við andstæðinga Íslands í Þjóðadeildinni um þessar mundir. Knattspyrnuunnendur þekkja marga leikmenn hjá Englandi, Belgíu og Danmörku en ekki mörg nöfn hjá Rúmenum munu hringja bjöllum hjá Íslendingum. Í liðinu er þó sonur Gheorghes Hagis en varla gerir einhver ágreining um að hann sé snjallasti leikmaður sem komið hefur frá Rúmeníu. Sonurinn heitir Ianis Hagi og leikur með Rangers. Hann er einungis 21 árs.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert