Innkoma Hólmfríðar breytti öllu

Innkoma Hólmfríðar breytti leiknum.
Innkoma Hólmfríðar breytti leiknum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Avaldsnes fór í kvöld upp í annað sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3:1-sigri á Lillestrøm á útivelli.

Hólmfríður Magnúsdóttir byrjaði á varamannabekk Avaldsnes og kom inn á sem varamaður á 62. mínútu í stöðunni 1:0 fyrir Lillestrøm. Tíu mínútum síðar var staðan orðin 1:1 og áður en flautað var til leiksloka var Avaldsnes búið að skora tvö mörk til viðbótar. 

Hefur Hólmfríður nú leikið tvo leiki með norska liðinu eftir að hún gekk í raðir þess á nýjan leik frá Selfossi. Eru Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga enn í toppsætinu, einnig með 31 stig og leik til góða. 

mbl.is