Barcelona í níunda sæti eftir tap

Lionel Messi og félagar máttu þola tap.
Lionel Messi og félagar máttu þola tap. AFP

Barcelona fer ekki vel af stað í spænsku 1. deildinni í fótbolta en liðið er í níunda sæti eftir fjórar umferðir eftir 0:1-tap fyrir Getafe á útivelli í kvöld. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Jaime Mata sigurmarkið úr víti á 56. mínútu og þar við sat, þrátt fyrir mikla pressu hjá Barcelona á lokakaflanum. 

Barcelona er með sjö stig eftir leikina fjóra. Með sigrinum fór Getafe upp í tíu stig og annað sæti. Real Madrid, Getafe, Cádiz og Granada eru öll með tíu stig í fjórum efstu sætunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert