Frá Gróttu til Ítalíu

Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir leikur sem lánsmaður á Ítalíu í vetur.
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir leikur sem lánsmaður á Ítalíu í vetur. Ljósmynd/Apulia Trani

Knattspyrnukonan Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir er gengin til liðs við ítalska C-deildarfélagið Apulia Trani á láni frá Gróttu en þetta kemur fram á samfélagsmiðlum Gróttu.

Sigrún Ösp er uppalin hjá Þór/KA en hefur leikið með Gróttu frá árinu 2018. Hún á að baki tvo leiki í efstu deild með Þór/KA og 33 leiki í B-deildinni með Gróttu, Völsungi og Hömrunum.

„Apulia Trani er viss um að innkoma Sigrúnar Ösp Aðalgeirsdóttur muni hafa í för með sér gífurlegan ávinning í því að reyna að ná þeim markmiðum sem félagið hefur sett sér,“ segir í tilkynningu Apulia Trani.

„Við bjóðum Sigrúnu Ösp hjartanlega velkomna í borgina okkar og teymið,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is