Real tapaði fyrir nýliðunum á heimavelli

Cádiz vann gríðarlega óvæntan sigur á Real.
Cádiz vann gríðarlega óvæntan sigur á Real. AFP

Gríðarlega óvænt úrslit litu dagsins ljós í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld er nýliðar Cádiz heimsóttu Real Madrid og fóru með 1:0-sigur af hólmi. 

Cádiz hafnaði í öðru sæti spænsku 2. deildarinnar á síðustu leiktíð og tryggði sér sæti í deild þeirra bestu. 

Anthony Lozano skoraði sigurmarkið á 16. mínútu og þrátt fyrir harða atlögu að marki Cádiz tókst stórliði Real Madrid ekki að jafna. 

Þrátt fyrir úrslitin er Real enn í toppsætinu með 10 stig, en Cádiz er nú einnig með 10 stig í öðru sæti. Granada er í þriðja sæti sömuleiðis með 10 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert