Beit markvörðinn í andlitið

Jerome Prior með bitfar á andlitiinu.
Jerome Prior með bitfar á andlitiinu. Ljósmynd/BeIN Sports

Markvörðurinn Jerome Prior hjá Valenciennes í frönsku B-deildinni í fótbolta lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að vera bitinn í andlitið af Ousseynou Thioune leikmanni Sochaux er liðin mættust í dag. 

Lenti leikmönnum saman eftir leikinn, sem endaði með markalausu jafntefli, með fyrrgreindum afleiðingum. „Hann er með stórt bitfar á andlitinu. Þetta er alvarlegt,“ sagði Eddy Zdziech forseti Valenciennes við AFP eftir leik. 

Prior vildi sjálfur lítið tjá sig um málið eftir leik. „Það eru til myndir. Deildin mun fara yfir þetta mál. Ég hef ekkert meira að segja,“ sagði hann við So Foot. 

Omar Daf þjálfari Sochaux kom Thioune til varnar. „Leikmaðurinn missir ekki stjórn á skapi sínu nema eitthvað gerist fyrst. Ég heyrði ljót orð og honum var ögrað,“ sagði hann við AFP. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert