Með veiruna nokkrum dögum eftir Íslandsferð

Birkir Már Sævarsson skorar framhjá Simon Mignolet á Laugardalsvelli.
Birkir Már Sævarsson skorar framhjá Simon Mignolet á Laugardalsvelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Belgíski markvörðurinn Simon Mignolet tilkynnti á twittersíðu sinni í dag að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Mignolet var með belgíska landsliðinu á Íslandi í síðustu viku og lék á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. 

„Því miður greindist ég með Covid-19 í gær. Ég og fjölskylda mín fórum beint í sóttkví en erum öll einkennalaus,“ skrifaði Mignolet á Twitter. 

Mignolet er 32 ára gamall og leikmaður Club Brugge í heimalandinu. Hann var áður hjá Liverpool og Sunderland á Englandi. 

Ekki er vitað hvort Mignolet hafi smitast í landsliðsverkefninu, eða eftir að því lauk. 

mbl.is