Skagamaðurinn lagði upp í Svíþjóð

Ísak Bergmann Jóhannesson heldur áfram að gera það gott í …
Ísak Bergmann Jóhannesson heldur áfram að gera það gott í Svíþjóð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp annað mark Norrköping þegar liðið vann 3:1-sigur gegn Varberg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Átti Ísak einnig stóran þátt í þriðja marki liðsins líka.

Jonathan Levi átti stórleik fyrir Norrköping og skoraði þrennu en Astrit Seljmani skoraði eina mark Varberg undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 2:0.

Norrköping er með 39 stig í öðru sæti deildarinnar, 8 stigum minna en topplið Malmö og jafn mörg stig og Elfsborg sem er í þriðja sætinu.

Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á lokamínútunni í 2:0-sigri AIK á Gautaborg. AIK er í tíunda sæti með 30 stig. 

mbl.is