Skoraði tvö og brenndi af víti

Viðar Örn Kjartansson var áberandi hjá Vålerenga.
Viðar Örn Kjartansson var áberandi hjá Vålerenga. Ljósmynd/Vålerenga

Vålerenga vann í kvöld sannfærandi 3:0-sigur á Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eins og oft áður var Viðar Örn Kjartansson áberandi hjá Vålerenga. 

Viðar skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu en brenndi svo af á vítapunktinum snemma í seinni hálfleik. Íslenski framherjinn bætti upp fyrir það með sínu öðru marki á 68. mínútu, áður en hann var tekinn af velli og Matthías Vilhjálmsson settur inn á í hans stað. 

Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord og lék fyrstu 56 mínúturnar en Emil Pálsson var allan tímann á bekknum. 

Vålerenga er í fjórða sæti deildarinnar með 38 stig, 18 stigum á eftir Alfonsi Sampsted og félögum í Bodø/Glimt sem eru með 16 stiga forskot á toppnum. Sandefjord er í 13. sæti með 23 stig, rétt fyrir ofan fallsætin. 

mbl.is