Meistaradeildin er áfram möguleiki

Elísabet Gunnarsdóttir er með Kristianstad ofar en nokkru sinni fyrr.
Elísabet Gunnarsdóttir er með Kristianstad ofar en nokkru sinni fyrr. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, á enn möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki á næsta ári eftir stórsigur á Umeå á útivelli í dag, 4:0.

Leikurinn átti að fara fram í Umeå í Norður-Svíþjóð í gær en þá þurfti að fresta honum vegna snjókomu. Lið Kristianstad beið átekta og í dag var leikfært. Svava Rós Guðmundsdóttir gat ekki leikið með Kristianstad vegna meiðsla.

Þegar þremur umferðum er ólokið er Gautaborg með góða stöðu á toppnum en liðið er þar með 45 stig. Rosengård er með 41 stig og Kristianstad 39 en nú er meira í húfi en áður því annað sætið gefur keppnisrétt í stækkaðri Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Kristianstad á eftir heimaleiki gegn Vittsjö og Linköping, sem eru í fimmta og fjórða sæti, og útileik gegn botnliðinu Uppsala. Meistarar Rosengård eiga betri dagskrá eftir, heimaleiki við Uppsala og Växjö og útileik við Piteå.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert