Þýskaland og Niðurlöndin ætla að berjast við Norðurlöndin um HM

Þýskaland og Ísland mættust á Laugardalsvellinum fyrir tveimur árum,- í …
Þýskaland og Ísland mættust á Laugardalsvellinum fyrir tveimur árum,- í undankeppni HM 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þjóðverjar eru vanir að sækjast eftir stórmótum í íþróttum og halda þau upp á eigin spýtur en nú hafa þeir lagt inn ásamt tveimur nágrannaþjóðum sínum umsókn um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta árið 2027.

Það eru Þýskaland, Holland og Belgía sem hafa sameinast um að falast eftir gestgjafahlutverkinu.

Ísland er þegar aðili að viðræðum um mótshaldið árið 2027 en Norðurlandaþjóðirnar sex staðfestu á síðasta ári að þær væru að íhuga sameiginlegt boð í mótið.

Þýskaland hélt HM kvenna árið 2011 og Holland hélt EM kvenna árið 2017. Belgía hefur aldrei haldið stórmót í kvennaflokki.

Næsta heimsmeistarakeppni, árið 2023, fer fram í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert