Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Frakka látinn

Bruno Martini lést 58 ára að aldri.
Bruno Martini lést 58 ára að aldri. AFP

Bruno Martini, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Frakklands í fótbolta, lést í gær 58 ára að aldri. Martini var fluttur á sjúkrahús í síðustu viku er hann fékk hjartaáfall og úrskurðaður látinn í gærkvöld. 

Martini lék lengst af með Auxerre og Montpellier í heimalandinu og þá lék hann 31 landsleik fyrir Frakkland og var aðalmarkvörður landsliðsins á EM 1992 og EM 1996. 

Var hann markvarðarþjálfari franska landsliðsins er það varð Evrópumeistari árið 2000 og endaði í öðru sæti á HM 2006. 

mbl.is