Dramatík í Madríd

Manor Solomon fagnar marki sínu á Spáni í kvöld.
Manor Solomon fagnar marki sínu á Spáni í kvöld. AFP

Spánarmeistarar Real Madrid voru 3:0-undir í hálfleik þegar liðið fékk Shakhtar Donetsk í heimsókn í B-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í Madríd í kvöld.

Leiknum lauk með 3:2-sigri Shakhtar Donetsk en Federico Valverde jafnaði metin fyrir Real Madrid í uppbótartíma en VAR dæmdi markið af.

Tete og Manor Solomon skorðu mörk Shakhtar Donetsk í fyrri hálfleik og þá varð Raphaël Varane fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Luka Modric og Vinícius Júnior minnkuðu muninn fyrir Real Madrid í seinni hálfleik en lengra komust Madrídar-menn ekki og Shakhtar Donetsk fagnaði sigri.

Shakhtar Donetsk fer því í efsta sæti B-riðils og er með 3 stig en Real Madrid er án stiga.

Þá gerðu Salzburg og Lokomotic Moskva 2:2-jafntefli í Austurríki þar sem Eder kom Lokomotic Moskvu yfir á 19. mínútu.

Dominik Szoboszlai og Zlatko Junuzovic skoruðu tvívegis fyrir Salzburg áður en Vitali Lisakovich jafnaði metin fyrir Lokomotiv Moskvu og þar við sat.

Bæði lið eru með 1 stig í A-riðli keppninnar.

mbl.is