Evrópumeistari með veiruna - leikur í kvöld

Serge Gnabry er með veiruna.
Serge Gnabry er með veiruna. AFP

Þýski knattspyrnumaðurinn Serge Gnabry greindist með kórónuveiruna í gær en hann og liðsfélagar hans hjá Evrópumeisturum Bayern München fá Atlético Madrid í heimsókn í Meistaradeild Evrópu klukkan 19 í kvöld. 

Gnabry æfði með liðinu í gær og á myndum má sjá hann í nánum samskiptum við leikmenn og þá sérstaklega David Aalaba. Í kjölfar smitsins voru allir leikmenn liðsins sendir í skimun á ný og svo heim. 

Sóttvarnaryfirvöld í München fylgjast náið með og gætu einhverjir þurft að fara í sóttkví, jafnvel þótt þeir greinist neikvæðir. Ekki er þó talið líklegt að leiknum í kvöld verði frestað þar sem reglur UEFA kveða á að lið þurfi aðeins að hafa 13 leikfæra leikmenn. Meistaradeildarhópur Bayern samanstendur af 25 leikmönnum. 

Fari allt á versta veg og færri en 13 leikmenn verða til taks verður leiknum frestað. 

Serge Gnabry og David Alaba á æfingunni.
Serge Gnabry og David Alaba á æfingunni. Ljósmynd/FC Bayern
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert