Skoraði í dramatískum útisigri

Andrea Thorisson leikur með Kalmar.
Andrea Thorisson leikur með Kalmar. Ljósmynd/Kalmar

Kalmar hafði betur gegn Brommapojkarna í sænsku B-deildinni í fótbolta í dag, 2:1. Með sigrinum fór Kalmar upp fyrir Brommapojkarna og upp í fjórða sæti deildarinnar. 

Hin íslenska Andra Thorisson skoraði fyrra mark Kalmar á 22. mínútu og lék fram á 63. mínútu er hún var tekin af velli. 

Andrea á íslenskan föður og móður frá Perú. Hefur hún leikið yfir 20 leiki með yngri landsliðum Íslands. Var Andrea á mála hjá Rosengård áður en hún fór til Kungsbacka, síðan Limhamn Bunkeflo og loks Kalmar. 

mbl.is