Dortmund aftur upp að hlið Bayern

Erling Braut Haaland fagnar marki sínu.
Erling Braut Haaland fagnar marki sínu. AFP

Borussia Dortmund er aftur komið upp að hlið Evrópumeistara Bayern München í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir 3:0-sigur á Schalke á heimavelli í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Manuel Akanji, Erling Braut Haaland og Mats Hummels allir í seinni hálfleik og tryggðu Dortmund öruggan sigur. 

Leipzig er á toppi deildarinnar með 13 stig, einu stigi meira en Bayern og Dortmund sem eru í öðru og þriðja sæti. 

mbl.is