Hann var stóra fyrirmyndin

Brasilíska goðsögnin Pele.
Brasilíska goðsögnin Pele. AFP

„Goðsögn“ er ofnotaðasta orð í umfjöllun um íþróttir nú á tímum. Ef leyfa á því að halda eðlilegri merkingu þá hafa verið til tvær „goðsagnir“ í sögu heimsfótboltans í karlaflokki og aðrar tvær verða það væntanlega síðar meir, þegar viðkomandi hafa lokið ferlinum.

Sú fyrri í tveggja manna hópnum fagnaði áttatíu ára afmæli í gær. „Svarta perlan“, hinn brasilíski Pelé, var holdgervingur og sendiherra heimsfótboltans.

Pelé sló í gegn 17 ára með tveimur mörkum í úrslitaleik HM í Svíþjóð 1958 og varð heimsmeistari með Brasilíu í þriðja sinn í Mexíkó 1970.

Þá var ég tíu ára gamall og þó ekki væri hægt að fylgjast með HM árið 1970 á sama hátt og í dag þá var Pelé sá besti. Allir vildu vera Pelé á sparkvellinum. Hann var stóra fyrirmyndin og goðsögnin.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert