Suárez aftur á skotskónum

Luis Suárez fer afar vel af stað með Atlético Madrid.
Luis Suárez fer afar vel af stað með Atlético Madrid. AFP

Atlético Madrid er komið upp í annað sæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 2:0-sigur á Real Betis á heimavelli í kvöld. 

Marcos Llorente kom Atlético yfir í upphafi seinni hálfleiks áður en Luis Suárez gulltryggði sigurinn í uppbótartíma. 

Úrúgvæinn hefur farið afar vel af stað hjá Atlético og skorað fjögur mörk í fimm deildarleikjum síðan hann kom til félagsins frá Barcelona fyrir tímabilið. 

Real Madríd er á toppnum með 13 stig og Atlético Madrid, Real Sociedad og Villarreal koma þar á eftir með ellefu stig. Barcelona er í 12. sæti með sjö stig. 

mbl.is