Zidane valtur í sessi fyrir stórleikinn

Zinedine Zidane
Zinedine Zidane AFP

Zinedine Zidane er valtur í sessi í starfi sínu sem þjálfari Real Madríd, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa gert félagið að Spánarmeistara.

Real hefur óvænt tapað tveimur leikjum nýlega, gegn nýliðum Cadiz í deildinni og svo gegn Shaktar Donetsk í Meistaradeildinni. Spænski miðillinn AS segir forráðamenn félagsins strax vera farna að íhuga hver gæti tekið við af Frakkanum.

Real fær erkifjendur sína í Barcelona í heimsókn seinna í dag og segir í fréttinni að slæm úrslit í leiknum gætu orðið að endalokum Zidanes sem sagði óvænt upp starfi sínu hjá félaginu þegar hann var þar áður.

Fyrr­ver­andi leikmaður liðsins, Raúl, sem stýr­ir nú varaliði fé­lags­ins í b-deild­inni, er sagður koma til greina sem arftaki hans.

mbl.is