Stjóri Barcelona brjálaður út í VAR

Ronald Koeman á hliðarlínunni í dag.
Ronald Koeman á hliðarlínunni í dag. AFP

Ronald Koeman knattspyrnustjóri Barcelona var allt annað en sáttur við myndbandsdómgæsluna, VAR, í leik liðsins við Real Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 

Real vann leikinn 3:1, en í stöðunni 1:1 fékk Real vítaspyrnu sem Sergio Ramos skoraði úr. Koeman var allt annað en sáttur við ákvörðunina og sakar VAR um að alltaf dæma á móti Barcelona. 

„Ég skil ekki VAR. Það er eins og það sé alltaf að dæma á móti Barcelona. Þú sérð svona peysutog í hverjum leik og Ramos braut á Lenglet fyrst. Það var peysutog en ekki nóg til að Ramos færi svona niður. 

Mér fannst þetta ekki víti. Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR dæmir alltaf á móti okkur. Þetta var stórt augnablik í leiknum því við litum vel út,“ sagði Hollendingurinn pirraður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert