Arnór tilbúinn aftur eftir meiðsli

Arnór Sigurðsson á landsliðsæfingu.
Arnór Sigurðsson á landsliðsæfingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur jafnað sig af meiðslum og er í leikmannahópi CSKA Moskva sem tekur á móti Arsenal Tula í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.'

Arnór varð fyrir meiðslum þegar landsliðið kom saman í október og missti fyrir vikið af leik CSKA í síðustu umferð deildarinnar. Hann er meðal varamanna í dag en Hörður Björgvin Magnússon kemur aftur inn í byrjunarlið CSKA eftir að hafa misst af síðasta leik vegna leikbanns.

mbl.is