Fyrsta markið í norsku úrvalsdeildinni (myndskeið)

Valdimar Þór Ingumundarson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Strømsgodset í …
Valdimar Þór Ingumundarson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Strømsgodset í gær. Ljósmynd/Strømsgodset

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Strømsgodset þegar liðið heimsótti Molde í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu  í gær.

Valdimar byrjaði á varamannabekk Strømsgodset í leiknum, kom inn á sem varamaður á 78. mínútu, og skoraði eina mark norska liðsins á 86. mínútu í 2:1-tapi.

Ari Leifsson byrjaði einnig á varamannabekk Strømsgodset en kom inn á sem varamaður á 77. mínútu.

Ari gekk til liðs við norska félagið í mars á þessu ári á meðan Valdimar samdi við norska liðið til þriggja ára um miðjan september.

Strømsgodset er í tólfta sæti deildarinnar með 24 stig, 5 stigum frá umspilssæti um laust sæti í deildinni þegar 22 umferðir eru búnar af tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert