Ísak og Kolbeinn mættust

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norrköping og AIK mættust í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og komu tveir Íslendingar við sögu. 

Leiknum lauk með jafntefli 2:2 og er Norrköping nú tíu stigum á eftir Malmö sem er á toppnum. Norrköping er með 40 stig eins og Elfsborg og Häcken. 

U21 árs landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn með Norrköping og Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður hjá AIK á 61. mínútu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert